08.01.2009 23:19
Spakmæli ;)
GERSEMAR:
Sá sem ekki þekkir ófrið mun aldrei skynja frið
Því meira sem við lærum, þess betur skynjum við hversu lítið við vitum
Því lengri tíma sem maðurinn eyðir í einsemd, þess betur skilur hann aðra menn.
Hjartað er eini kompásinn sem getur vísað þér leiðina að innri frið.
Láttu þér aldrei detta í hug að dýr tæki bæti upp þekkingarleysi þitt
Leti er ekkert annað en að hvíla sig áður en maður verður þreyttur.
Rétta orðið getur verið einkar áhrifaríkt en þó hefur ekkert orð verið eins áhrifaríkt og þögn á réttri stundu.
Maður á ekki að miða við hvað aðrir gera best, heldur hvað maður gerir best sjálfur.
Það tekur ekki nema örfár sekúntur að brjóta niður það traust sem tekur mörg ár að byggja upp.
Tvær manneskjur sem horfa á sama hlutinn sjá hann frá mismunandi sjónarhorni.
Ég hef lært að kveðja alla með hlýlegum orðum. Þú veist aldrei hvenær þú ert að kveðja þá í síðasta sinn.
Sá sem síðast hlær er seinn að hugsa.
Eftir góða máltíð getum við fyrirgefið öllum- meira segja ættingjunum.
Lúxus er ekkert sem þú þarfnast, en nokkuð sem þú getur ekki verið án.
Ef maðurinn finnur ekki frið í sjálfum sér er tilgangslaust fyrir hann að leita hans annars staðar.
Velheppnaður dagur endar í notalegum svefni.
Enginn veit hvers hann er megnugur fyrr en hann hefur reynt.
Dæmdu aldrei í reiði! Reiðin líður hjá en dómurinn stendur eftir.
Sá sem vill breyta lyndiseinkunn sinni, verður að taka á öllum sálarkröftum sínum, ef honum á að takast það.
Til þess að vera eitthvað og til þess að vera ætíð sjálfum sér samkvæmur verða menn að breyta í samræmi við orð sín.
Að styggja ekki, er hið fyrsta stig til að þóknast.
Að hrósa einhverjum fyrir það að vera góður, verður oft tilefni fyrir hann að verða það.
Heldur skulum við ofmeta en vanmeta hvort annað.
Allar skyssur eru afsakanlegri en aðferðin sem fundin er til að leyna þeim.
Auveldara er að hrósa ræðu prestsins í predikunarstólnum, en að breyta eftir henni.
List er ekki einungis fólgin í því að geta grætt peninga, heldur líka að kunna að fara með.
Sá sem ætlar að bæta heiminn, á ekki að sá nýju fræi heldur hlúa að þeirri jurt sem fyrir er.
Að vera hylltur af öllum er hættulegt. Að vera af engum mótmælt er verra.
Reynslan er dýrmæt, verðið er yfirleitt of hátt.
Mikil vinna drepur mann nú varla, en hvers vegna að taka áhættuna.
Ófriðurinn er afkvæmi hrokans og hrokinn er barn auðlegðarinnar.
Ef maðurinn finnur ekki frið í sjálfum sér er tilgangslaust fyrir hann að leita hans annars staðar.
Allir kvarta um, að þeir hafi lélegt minni, en enginn um lítið vit.
Gestir eru ævinlega til ánægju - ef ekki þegar þeir koma þá þegar þeir fara.
Best er að vera vitur næst því að vera elskaður. Það er slæmt að vera hataður, en verra að vera fyrirlitinn.
Menningin byrjar ekki með lestri og skrift, heldur með hamri og sög.
Eina að ferðin til þess að bera sigur af hólmi í deilum við vekjaraklukkuna er að gefast upp fyrir henni.
Sá sem aldrei lætur tilviljun ráða neinu gerir fátt illa, enda næsta fátt yfirleitt.
Sá sem getur ekki fengið neinn áhuga á því sem er smátt, fær falskan áhuga á því, sem er stórt.
Til eru menn, sem hafa mátulega mikla skynsemi til að dylja með heimsku sína.
Frelsi þýðir ábyrgð. Það er þess vegna sem flestir eru hræddir við það.
Við höfum öll næga krafta til að taka á okkur óhamingju náungans.
Flest okkar hafa meira hugrekki en okkur sjálfum dettur í hug.
Mannskepnan hefur ríka tilhneigingu til að skoða galla annarra gegnum stækkunargler í stað þess að sota spegil til að koma auga á eigin galla.
Verstu erfiðleikar manns byrja þegar hann getur gert það sem honum sýnist.
Menntun er öflugasta vopnið sem þú getur notað til að breyta heiminum.
Fólk sem megrar sig missir aldrei lystina á því að tala um það
Tekið af
http://www.geocities.com/totasig/ymsp.htm