Links

03.09.2008 02:11

Úfff hundauppeldi eða hvað?

Sko, málið með hunda ,,uppeldi" er nákvæmlega það sama og með barna ,,uppeldi". Fólk er sammála um að vera Ósammála! Það hafa allir sína skoðun og sú skoðun er ,,alltaf" rétt! eða hvað??  

Segjum sem svo að hundaþjálfari sem hefur kennt sína aðferð í ...tja...segjum 15-20ár... og náð góðum árangri og allt gengið ágætlega, myndi fara á eitt-tvö námskeið hjá ,,positive reinforce" hundaþjálfara, og  myndi alltíeinu fara að segja....hmmm já! alveg rétt hjá ykkur.... ég hef verið að gera rangt öll þessi ár!  aha!

En EF fólk gæti bara verið SMÁ! ofurlítíð, ogguponsu, pínuponsu (og allt það) ,,open minded" þá væri þetta ekkert vandamál. Fólk myndi þá SKOÐA og GAGNRÝNA allar aðferðir, en ekki bara ákveða að EIN aðferð sé rétt.  

Jæja, best að segja ekki meira því þá talar maður af sér ....




Tekið af hundar.is
Jákvæð styrking (Positive reinforcement) R+ :
Hegðun hundsins færir honum eitthvað sem hann sækist eftir (verðlaun) sem eykur líkur á hegðun. 
Dæmi:
 
Þú gefur hundinum nammi þegar hann sest.  Þetta eykur líkurnar á því að hann setjist aftur. 

 

Today's page views: 10
Today's unique visitors: 4
Yesterday's page views: 311
Yesterday's unique visitors: 133
Total page views: 64186
Total unique visitors: 15667
Updated numbers: 9.1.2025 02:41:42